Risotto-salat með furuhnetum

Það má segja að þetta salat sé tilbrigði við risotto auk þess sem að við notum allt hráefnið sem fer í pestó – basil, furuhnetur, hvítlauk og olíu. Afbragðsgott meðlæti hvort sem er með grilluðu kjöti eða fiski.

  • 4 dl Arborio-hrísgrjón
  • 1 væn lúka af söxuðum basil
  • 2 dl ristaðar furuhnetur
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar
  • kirsuberjatómatar
  • rucolasalat
  • 50 g parmesanostur, rifinn gróft
  • 1/2 dl hágæða ólífuolía
  • kjúklingakraftur
  • salt og pipar

Setjið um 1 lítra af vatni í stóran pott ásamt um matskeið af kjúklingakrafti. Setjið grjónin í pottinn, leyfið suðu að koma upp, lækkið þá hitann og látið malla þar til grjónin eru fullsoðin. Leyfið grjónunum að kólna aðeins.

Ristið furuhneturnar á pönnu, passið ykkur á að brenna þær ekki.

Saxið basil, og tómata. Pressið hvítlaukinn.

Blandið grænmeti saman við hrísgrjónin ásamt furuhnetunum. Hrærið sítrónusafa og ólífuolíu saman við. Blandið loks rifna parmesanostinum saman við, bragðið til með salti og pipar og berið fram.

Og svo hvetjum ykkur auðvitað til að taka þátt í afmælisleiknum okkar. Smellið hér. 

Uppskrift: vinotek.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert