Grófar brauðbollur

Brauðbollur.
Brauðbollur. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

„Þessar brauðbollur eru stútfullar af fræjum og dásamlega mjúkar. Frábærar með ísköldu mjólkurglasi á dögum sem þessum. Uppskriftin er stór eða fyrir um 40 bollur sem gott er að geyma í frysti ef einhver er afgangurinn,“ segir Berglind Guðmundsdóttir martarbloggair á Gulur, rauður, grænn og salt. 


1,5 kg hveiti
10 msk hveitiklíð
3 dl fræ að eigin vali (t.d. fimmkornablanda)
1 dl sykur
1 dl olía
8 dl mjólk
1 dós kotasæla (lítil)
2 bréf þurrger + 1 dl volgt vatn
1 tsk salt

Aðferð

  1. Blandið öllum þurrefnunum saman.
  2. Setjið mjólk, kotasælu og olíu saman í pott og hitið þar til það er orðið volgt.
  3. Leysið gerið upp í vatninu og setjið út í mjólkurblönduna.
  4. Hnoðið deigið og látið síðan hefast í 30 mínútur í skál undir rökum klút.
  5. Hnoðið deigið aftur og mótið síðan í bollur. Látið þær hefast í 20 mínútur.
  6. Bakið í 200°c heitum ofni þar til þær eru gylltar..
Brauðbollur Berglindar.
Brauðbollur Berglindar. Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert