Himneskur fylltur lambahryggur að hætti Íslandsmeistara

Helga er Íslandsmeistari í kjötiðn og sankallaður meistari í að …
Helga er Íslandsmeistari í kjötiðn og sankallaður meistari í að elda gott kjöt. mbl.is/alberteldar.com

Helga systurdóttur Alberts Eiríkssonar á alberteldar.com eldaði handa honum stórkostlegt lambakjöt á dögunum. Helga er Íslandsmeistari í kjötiðn og kann öll réttu handtökin. „Helga úrbeinaði lambahrygginn fimlega og bar sig fagmannlega að þessu öllu. Hryggurinn gjörsamlega bráðnaði í munni og þessi fylling, guð minn góður, hún er himnesk,“ segir Albert en með hryggnum var Helga með æðislega ostasósu og kartöflur.

Fyllingin er algjörlega himnesk.
Fyllingin er algjörlega himnesk. mbl.is/alberteldar.com

Lambahryggur með himneskri fyllingu, sósu og kartöflum

1 heill lambahryggur úrbeinaður og við stofuhita

Fylling

1 hvítlauksostur
1/2 rjómapiparostur
3 hvítlauksgeirar
góður slatti af ferskri steinselju
2 dl fetaostur
1-2 dl sólþurrkaðir tómatar
2 msk ristaðar furuhnetur
1 tsk rósmarín
salt og pipar

Setjið allt í matvinnsluvél og maukið. Leggið hrygginn úflattan á borð, setjið lundirnar í miðjuna, ostamaukið yfir og lokið honum með því að binda garn utan um hann. Takið frá u.þ.b. 1/3 af fyllingunni og nokkrar furuhnetur til að setja yfir hrygginn.

Í fatið:

rósmarín
laukur, blaðlaukur og rauðlaukur
salt og pipar

Setjið rósmarín, lauk, salt og pipar á botninn á eldföstu formi. Hellið yfir 1 dl af vatni. Leggið hrygginn ofan á, kryddið með salti, pipar og rósmarín, setjið restina af fyllingunni yfir og stráið furuhnetunum yfir. Bakið við 125°C í um 2 klst. Hækkið hitann í 180° síðustu mínúturnar.

Ostasósan góða

1 piparostur
1 villisveppaostur
nautakjötkraftur
grænmetiskraftur
salt og pipar
soð af hryggnum
Setjið osta, kraftana og krydd í pott og sjóðið á lágum hita. Bætið soði við. Smakkið til

Kramdar og bakaðar kartöflur

10 kartöflur soðnar með hýði
1 dl rjómi
1 dl rifinn ostur

Setjið kartöflurnar í form, kremjið þær aðeins niður, hellið rjóma yfir og rifnum osti. Bakið við 8-10 mín. Síðustu mínúturnar sem hryggurinn er í ofninum

mbl.is/alberteldar.com
Ostasósan er ákaflega klassísk og góð.
Ostasósan er ákaflega klassísk og góð. mbl.is/alberteldar.com
mbl.is/alberteldar.com
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert