Möndluhvítlaukslax bakaður á ananas

Virkilega bragðgott og hollt!
Virkilega bragðgott og hollt! mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Lax er bæði hollur og góður. Ananasinn og chiliið kallast á og bæta hvort annað upp, sterka chilibragðið er mótvægi við sæta ananasinn og saman passa vel með laxinum, hvítlauknum og möndlunum. Laxinn í álpapprírnum má einnig setja á grillið.

<b>Möndluhvítlaukslax bakaður á ananas</b>
  • 1 laxaflak
  • 1/2 ananas
  • 50 g smjör
  • 1 tsk. hunang
  • 2/3 tsk. chili saxað
  • 4 stórir hvítlauksgeirar, saxaðir smátt
  • 2 msk. sítrónusafi
  • 1 dl möndlur, saxaðar gróft
  • 1 dl söxuð steinselja
  • salt og pipar

Skerið laxinn í bita. Afhýðið ananasinn og skerið í 4-5 mm sneiðar. Bræðið smjörið í potti og bætið út hunangi, chili, hvítlauk, sítrónusafa, möndlum, steinselju, salti og pipar.

Raðið 3-4 ananassneiðum á álpappír og setjið fiskinn ofan á. Brjótið upp á álpappírinn þannig að smjörið renni ekki út. Hellið úr pottinum yfir laxastykkin. Setjið álpappír yfir og bakið í um 20 mín. við 175°C eða þangað til laxinn er steiktur í gegn.

Möndluhvítlaukslax bakaður á ananas er sumarlegur og léttur réttur.
Möndluhvítlaukslax bakaður á ananas er sumarlegur og léttur réttur. mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is/Ófeigur Lýðsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert