Einungis sæti fyrir 11 manns

Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari.
Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari. K100

„Þarna verðum við með íslenskan mat sem verður undir áhrifum frá Evrópu,“ segir Þráinn Freyr Vigfússon matreiðslumeistari sem stendur fyrir opnun veitingastaðarins Óx. Staðurinn er heldur óhefðbundinn og ólíkur öllu öðru sem þekkist á Íslandi en hann tekur einungis ellefu manns í sæti sem raðað er upp í kringum eldhúsið þar sem matreiðslumaðurinn eldar ofan í gestina. Þetta er því líkara leikhúsi en veitingastað.

Eldhúsinnréttingin gerir staðinn ólíkan öðrum stöðum en hún kemur úr smiðju afa Þráins. „Þarna erum við með heimilisinnréttingu og IKEA-ofn, ekkert merkilegt þannig. Innréttingin er síðan 1961, afi minn smíðaði hana og notaði á sveitabæ á Snæfellsnesi.“  

Kaupa þarf aðgangsmiða á vefsíðu veitingastaðarins og gildir aðgangsmiðinn fyrir þrettán gómsæta smárétti ásamt drykkjum sem sérstaklega eru paraðir við hvern rétt. „Þegar þú mætir þá eru þetta tveir og hálfur tími, þú sofnar ekki við þetta enda alltaf eitthvað að gerast fyrir framan þig,“ segir Þráinn sem kom í heimsókn í morgunþáttinn Ísland vaknar á K100.

Viðtalið í heild má sjá hér.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert