Brjálæðislega fallegar borðstofur

Sá sem býr hér er ekki hrædd/ur við liti. Hér …
Sá sem býr hér er ekki hrædd/ur við liti. Hér rennur skær appelsínugulur saman við neon bleikan og himinbláan svo úr verður hressandi blanda, og stólarnir eru úr sitt hvorri áttinni. Það bara hljóta að vera fjörugar samræður í svona skemmtilegri borðstofu. mbl.is/pinterest

Þrátt fyrir að vera oft á tíðum titlað hjarta heimilisins þá er eldhúsið ekki eini staðurinn þar sem fjölskylda og vinir hópast saman til að gæða sér á góðum mat, spjalla og njóta samveru. Í borðstofu hefur margur gert sér glaðan dag í gegnum tíðina, hvort sem það er í fjörugum matarboðum, fermingarveislum nú eða bara á afslöppuðu föstudagskvöldi, með tilheyrandi pizzu-áti. Ef að borðstofan er falleg og notaleg eru einfaldlega meiri líkur á að fólk nenni að hanga þar. Við skoðum hér fimm fallegar borðstofur þar sem ekki væri leiðinlegt að tylla sér yfir góðri máltíð og fjörugum samræðum.

Í þessari björtu og fallegu borðstofu eru hvítmálaðir veggir og …
Í þessari björtu og fallegu borðstofu eru hvítmálaðir veggir og náttúrulegir jarðlitir allsráðandi. mbl.is/pinterest
Það er eitthvað svo hressandi við bleika borðstofu. Pappaluktirnar sem …
Það er eitthvað svo hressandi við bleika borðstofu. Pappaluktirnar sem hanga yfir borðstofuborðinu setja líka skemmtilegan svip á rýmið. mbl.is/AnthologyMag
Það má nú vel kikna í hjánum yfir þessu fiskibeinaparketi. …
Það má nú vel kikna í hjánum yfir þessu fiskibeinaparketi. Smaragðsgrænir flauelsstólar og fölbleikir glerkúplar fara svo afar fallega saman. mbl.is/Høeg+Møller
Dökkbláir veggir og eiturbleikt neon ljós, svínvirkar. Húsgögnin eru svo …
Dökkbláir veggir og eiturbleikt neon ljós, svínvirkar. Húsgögnin eru svo óður til sjötta áratugarins og smellpassa inn í rýmið. Það væri nú ekki leiðinlegt að fá sér eina pönnuköku með rjóma og ræða heimsmálin í þessari borðstofu. mbl.is/ApartmentTherapy
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert