Þrátt fyrir að vera oft á tíðum titlað hjarta heimilisins þá er eldhúsið ekki eini staðurinn þar sem fjölskylda og vinir hópast saman til að gæða sér á góðum mat, spjalla og njóta samveru. Í borðstofu hefur margur gert sér glaðan dag í gegnum tíðina, hvort sem það er í fjörugum matarboðum, fermingarveislum nú eða bara á afslöppuðu föstudagskvöldi, með tilheyrandi pizzu-áti. Ef að borðstofan er falleg og notaleg eru einfaldlega meiri líkur á að fólk nenni að hanga þar. Við skoðum hér fimm fallegar borðstofur þar sem ekki væri leiðinlegt að tylla sér yfir góðri máltíð og fjörugum samræðum.