Er tuskan þín full af bakteríum?

Choreograph

Sumir staðir á heimilinu eru einfaldlega subbulegri en aðrir, sama hversu vel maður reynir að þrífa og halda í horfinu. Það er til dæmis fljótt að verða sóðalegt í kringum ruslatunnuna, við matardall gæludýra, og engum langar að sjá hvað er undir ísskápnum.

Samkvæmt umfjöllun CNN sýna nýjustu rannsóknir um bakteríur og örverur að borðtuskur og viskustykki eru ekki eins hrein og við viljum halda. Í rannsókninni voru 100 viskustykki skoðuð og kom þá fram að eftir mánuð af notkun eru 49% af viskustykkjunum að búa til bakteríur sem ættu bara að finnast í mannslíkamanum á borð við E.coli veiruna.

Slíkar bakteríur vill enginn hafa í sínu eldhúsi, þær færast auðveldlega á milli staða, frá viskustykki á hendur og svo á eldhúsáhöld. En rannsóknin sýndi að bakteríurnar eru líklegri til að grassera í blautum viskustykkjum og tuskum en þurrum.

Við vonum þó að fólk þvoi og skipti um viskustykkin sín oftar en einu sinni í mánuði. En Paul Dawson, prófessor í matarvísindum við Clemson háskóla í Bandaríkjunum, mælir með því að nota mismunandi stykki fyrir mismunandi hlutverk. Til dæmis eitt til að þurrka af borðum og bekkjum en annað til að þurrka sér um hendurnar og svo enn annað til að þurrka uppvaskið. Ef notað er eitt stykki fyrir allt er líklegra að bakteríur þrífist og berist á milli staða í eldhúsinu. Þá er ráðlagt að skipta reglulega um viskustykki og borðtuskur, helst á tveggja til þriggja daga fresti.

Heimild: CNN

Ráðlagt er að skipta reglulega um viskustykki og borðtuskur, helst …
Ráðlagt er að skipta reglulega um viskustykki og borðtuskur, helst á tveggja til þriggja daga fresti. mbl.is/PurlSoho
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert