Gömlu góðu tartaletturnar með tvisti

Réttur sem mun sennilega aldrei falla úr gildi.
Réttur sem mun sennilega aldrei falla úr gildi. mbl.is/TheFoodClub

Tartalettur ættu að vera oftar á boðstólnum, snilldin sem sá matur er. Í þessari uppskrift er sykur og edik í sósunni sem gefa réttinum einstakt bragð.

Gömlu góðu tartaletturnar með tvisti

 • 35 g smjör
 • 45 g hveiti
 • 1 dós hvítur aspas
 • 1 búnt ferskur grænn aspas, skorinn í bita
 • 3-4 dl kjúklingasoð
 • 1 dl mjólk
 • 2 msk. edik (t.d. lager- eða eplaedik)
 • 6 tsk. sykur
 • Salt og pipar
 • 200 g kjúklingur

Aðferð:

 1. Bræðið smjörið í potti, bætið við hveiti og hrærið vel saman. Kjúklingasoð eða kraftur hellist út í og passið að hræra stöðugt í á meðan.
 2. Hellið mjólkinni út í og þegar sósan hefur náð góðri þykkt, bætið þá hvíta aspasinum út í. Smakkið til með sykri, ediki, salti og pipar.
 3. Þegar sósan er tilbúin bætist kjúklingurinn og græni aspasinn út í.
 4. Hitið tartaletturnar, fyllið með kjúklingasósu og berið fram.
Aspas er undirstaðan í góðum tartalettum.
Aspas er undirstaðan í góðum tartalettum. mbl.is/TheFoodClub
mbl.is/TheFoodClub
mbl.is