Eldhús í tveimur litum að trenda

Er ekki kominn tími til að fríska upp á veggina í eldhúsinu? Gefa þeim nýjan lit eða jafnvel liti sem setja tóninn fyrir stemninguna í rýminu. Hér eru nokkur atriði sem vert er að hafa í huga ef þú kastar þér út í það verkefni að mála vegg í tveimur litum.

  1. Merktu vel með blýanti hvar litaskiptin eigi að vera. Gott er að nota geislahallamál, en slíkt má fá t.d. í IKEA.
  2. Byrjið á því að mála ljósari hluta veggjarins, sem þarf að öllum líkindum tvær umferðir. Leyfið málningunni að fara örlítið niður þar sem dökki liturinn á að byrja. Þegar efri hlutinn er orðinn þurr getur þú notað málningarteip til að marka línuna þar sem dökki liturinn mætir þeim ljósari.
  3. Málið neðri hluta veggjarins með dekkri litnum, það gefur meira jafnvægi en annað.
  4. Einnig er hægt að veggfóðra annan helminginn og þá myndum við velja efri hlutann og mála jafnvel neðri hlutann í dekkri lit en veggfóðrið er.
  5. Góða skemmtun og gangi ykkur vel!
Hér eru tveir gráir tónar settir saman og takið eftir ...
Hér eru tveir gráir tónar settir saman og takið eftir gyllta listanum sem setur punktinn yfir i-ið. mbl.is/Jotun
Það er gott ráð að velja litina úr sömu „litafjölskyldu“ ...
Það er gott ráð að velja litina úr sömu „litafjölskyldu“ sem tóna vel saman, eins og sjá má hér. mbl.is/Jotun
Hér er hluti af veggnum í sama lit og innréttingin ...
Hér er hluti af veggnum í sama lit og innréttingin og verður ákveðin framlenging – kemur mjög vel út. mbl.is/Jotun
mbl.is