Gerðu garðinn frægan með fjarstýrðri gróðrastöð

Hvað er betra en ferskar kryddjurtir til að bragðbæta matinn? Nákvæmlega ekki neitt – og hvað þá ef hægt er að rækta þær í svokallaðri snjall-gróðrastöð sem er tengd við app í símanum. 

Þetta er mögulega það snjallasta sem á fjörur okkar hefur rekið lengi. Gróðrastöðin er stílhrein og falleg, með ljósi (auðvitað) og gerir okkur kleift að rækta ferskt grænmeti í dimmasta skammdeginu. 

Gróðrastöðin fæst í Eirbergi og kostar 11.950 krónur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert