Breyttu eldhúsinu á einni helgi

Þú getur skapað kontrast í eldhúsinu með því að mála …
Þú getur skapað kontrast í eldhúsinu með því að mála veggina í dökkum lit og þá jafnvel loftið líka. Eða með því að mála hluta af innréttingunni í sama lit og veggurinn sem kemur skemmtilega á óvart. mbl.is/Pinterest

Stundum þarf ekki mikið til að ná fram breytingu í eldhúsrýminu sem mörg okkar sækjumst eftir. Með smá lagfæringum getur eldhúsið orðið eins og nýtt á skömmum tíma. Bara spurning um hugmyndaflug og demba sér í verkið.

Oft þarf ekki meira til en að skipta út lýsingunni. …
Oft þarf ekki meira til en að skipta út lýsingunni. Prófaðu að setja lampa á vegginn í stað loftljóss. mbl.is/Pinterest
Nýjar höldur geta breytt heilmiklu á innréttingunni.
Nýjar höldur geta breytt heilmiklu á innréttingunni. mbl.is/Pinterest
Ef að blöndunartækin eru orðin þreytt er upplagt að skipta …
Ef að blöndunartækin eru orðin þreytt er upplagt að skipta þeim út jafnvel með svörtum eða með messing áferð - það mun vekja athygli. mbl.is/Pinterest
Ný borðplata mun breyta öllu í eldhúsinu. Veldu stein eða …
Ný borðplata mun breyta öllu í eldhúsinu. Veldu stein eða marmara ef þú vilt hreinar og beinar línur, og viðarplötu ef þú sækist eftir meiri hlýleika í rýmið. mbl.is/Pinterest
Ef þig vantar skápapláss er fullkomið að kaupa opnar hillur …
Ef þig vantar skápapláss er fullkomið að kaupa opnar hillur og nota þær undir fína eldhúsdótið eða það sem þú notar mest á daginn. mbl.is/Pinterest
mbl.is