Æðislegt pasta með beikoni og blómkáli

Það munu allir biðja um þennan rétt aftur í matinn.
Það munu allir biðja um þennan rétt aftur í matinn. mbl.is/Spis Bedre

Það má alltaf bæta sig í pastaréttunum – finna upp á nýjum samsetningum þegar hluti af fjölskyldunni kvartar yfir að fá „alltaf það sama“ í matinn. Hér bjóðum við til leiks eina ofureinfalda en afar bragðgóða uppskrift að blómkálspasta með beikoni.

Auðvelt blómkálspasta (fyrir 4)

 • 1 blómkálshaus
 • 2 msk. ólífuolía
 • 3 stór hvítlauksrif
 • ½ tsk. chiliflögur, þurrkaðar
 • 3 msk. tómatpúrra
 • 1 dl vatn
 • 250 g pasta
 • 1 dós hakkaðir tómatar
 • 50 g rúsínur
 • 200 g beikonteningar
 • Steinselja
 • 50 g furuhnetur

Aðferð:

 1. Skerið blómkálið í litla bita og steikið upp úr olíu á pönnu í 3-4 mínútur. Bætið út í fínt söxuðum hvítlauk og chiliflögum og steikið áfram í 2-3 mínútur. Því næst kemur tómatpúrran og vatn og lokið sett á pönnuna. Leyfið blómkálinu að sjóða í 10 mínútur eða þar til það er orðið mjúkt.
 2. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum.
 3. Bætið hökkuðum tómmötum og rúsínum út í blómkálsblönduna á pönnunni og sjóðið áfram undir lokinu í 5-6 mínútur þar til sósan þykknar.
 4. Steikið beikonið á þurri pönnu og hakkið niður steinseljuna.
 5. Blandið furuhnetum, steinselju og pastanu saman við blómkálsblönduna og dreifið beikoninu yfir.
mbl.is