Nýjar bragðtegundir komnar í verslanir

mbl.is/aðsend mynd
Aðdáendur grísku jógúrtarinnar frá Örnu geta glaðst því komnar eru í verslanir tvær nýjar bragðtegundir sem munu án efa slá í gegn.

Um er að ræða jarðarberja- og vanillujógúrt og hins vegar ferskju- og ástaraldins.

Gríska jógúrtin er laktósafrí eins og allar vörur Örnu og viðbættur sykur er í lágmarki. 

Jógúrtin er framleidd úr nýmjólk, inniheldur hátt hlutfall af hágæðamjólkurprótínum og áferðin er silkimjúk og rjómakennd. Gríska jógúrtin kemur því til móts við óskir neytenda um sykurminni og hollari mjólkurvöru.

Fáanlegt í 200 g dósum með skeiðarloki og bráðlega einnig í 500 g dósum, að því að fram kemur í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka