The Rock er ekki #teamGudni

Dwayne
Dwayne "The Rock" Johnson elskar ananas á pítsu. mbl.is/Instagram

Eitt heitasta matardeilumál síðari ára ætlar engan endi að taka enda hefur það á sér svo margar og merkilegar hliðar. Í grunninn hefur það ekkert með ágæti forseta vors að gera enda er hann fyrirmyndar forseti svo ekki sé fastar að orði kveðið. 

Hann hins vegar opnaði hann umræðu sem fólk hefur afskaplega sterkar skoðanir á en sjálfsagt átti hann ekki von á því frekar en við hin að ananas sem pístuálegg væri eitthvað sem fólk væri annaðhvort með eða á móti. 

Nú hefur Dwayne Johnson - eða The Rock - bæst í lið með þeim sem elska ananas á pítsur en hann birti þessa mynd á dögunum af pístu sem hann hugðist hesthúsa í sig og þakkar hann næringarþjálfara sínum fyrir að leyfa sér slíka gleði. mbl.is