Ertu í hópi þeirra sem elska að skoða fallegar Instagram síður – þá er þessi hérna fyrir þig.
Síðan heitir Conceptbyanna, en höfundurinn er hin sænska Anna sem tekur guðdómlegar myndir, stíliserar og bakar allsonar gotterí. En það er akkúrat það sem hún gerir að atvinnu, og hefur gert síðustu 12 árin. Hún er með bloggsíðu undir sama nafni þar sem fylgjast má með verkum hennar en það sést svo vel þegar ástríðan skín í gegnum starfið. Við mælum með conceptbyanna.se.