Crispy kjúklingalundir með kartöflubátum

mbl.is/Einn, tveir og elda

Hér erum við með hinn fullkomna föstudags/janúar/má-leyfa-sér-en-samt-ekki rétt svona í janúarbyrjun. Það eru sérfræðingarnir hjá Einn, tveir og elda sem eiga þessa uppskrift og verði ykkur svo sannarlega að góðu.

Crispy kjúklingalundir með kartöflubátum

 • 400 g kjúklingalundir 
 • 100 g panko-brauðrasp 
 • 1 egg 
 • 1 dl hveiti 
 • 300 g kartöflur 
 • 200 ml bbq-sósa 
 • 50 g klettasalat 
 • 1 tsk. hvítlauksduft 
 • ½ tsk. salt
 • ½ tsk. pipar 
 • ½ tsk. rósmarínkrydd

Aðferð:

 1. Hitið ofninn í 200°C og blástur og hitið 2-3 msk. af olíu á pönnu. Pískið egg í skál og setjið brauðrasp ásamt kryddunum í aðra skál og hveiti í þriðju skálina.
 2. Skerið kartöflur í báta og setjið í eldfast mót ásamt 2-3 msk. af olíu. Kryddið með salti og pipar eftir smekk og bakið í 20-30 mínútur eða þar til stökkar.
 3. Veltið lundunum fyrst upp úr hveiti, síðan eggi og loks brauðrasp. Steikið lundirnar á vel heitri pönnu í um það bil mínútu á öllum hliðum eða þar til raspurinn hefur náð fallegum gylltum lit. Færið lundirnar þá í eldfast mót og inn í ofn í um það bil 20 mínútur.
 4. Berið lundirnar fram ásamt fersku salati og stökkum kartöflubátum.
mbl.is