Svona nærðu eggjarauðunni frá hvítunni

Hvað er til ráða þegar rauðan fellur með hvítunni?
Hvað er til ráða þegar rauðan fellur með hvítunni? mbl.is/muscleandfitness.com

Stundum er eins og við séum klædd í þykka hanska þegar kemur að því að skilja eggjarauðu frá hvítunni. Þessi einfalda aðgerð er ekki alltaf að vinna með okkur og þá er gott að luma á góðu ráði til að draga fram næst þegar þetta gerist.

Þú tekur einfaldlega tóma plastflösku og skrúfar tappann af. Klemmir flöskuna fyrir miðju og setur flöskuhálsinn að eggjarauðunni og sýgur hana upp. Svo ótrúlega einfalt trix sem er gott að kunna.

mbl.is