Svona má gera hvít eldhúsrými meira spennandi

Hér eru tvö eins loftljós sem setja stemninguna í rýmið ...
Hér eru tvö eins loftljós sem setja stemninguna í rýmið ásamt svörtum blöndunartækjum og viðarlituðum stólum sem gefa hlýleika. mbl.is/Lauren Kolyn

Við sem heillumst af nútímaeldhúsum eigum það til að detta í allt hvítt. Mjallahvít eldhús geta þótt kuldaleg en þurfa alls ekki að vera það. Oft þarf ekki nema eina rispu á skápafrontinn til að allt „lúkkið“ missi sig. Hér fyrir neðan má sjá hugmyndir að því hvernig gera má hvít eldhúsrými örlítið meira spennandi.

Hexagon flísar munu gjörbreyta hvítu látlausu eldhúsi – satt og ...
Hexagon flísar munu gjörbreyta hvítu látlausu eldhúsi – satt og sannað. mbl.is/Michelle Belsky
Viðarborðplata í innréttingunni í bland við rustik stóla og persónulega ...
Viðarborðplata í innréttingunni í bland við rustik stóla og persónulega muni, gera allt mun meira kósí. mbl.is/Sandra Rojo
Opnar hillur geta dregið athyglina frá látlausri innréttingunni, ásamt eldhúsáhöldum ...
Opnar hillur geta dregið athyglina frá látlausri innréttingunni, ásamt eldhúsáhöldum sem fá að njóta sín meðal annars á veggjunum. mbl.is/Julia Steele
Það er ekkert sem grænar plöntur og lifandi greinar geta ...
Það er ekkert sem grænar plöntur og lifandi greinar geta ekki glatt. Það verður allt svo bjartara með græna litnum í eldhúsinu, ekki síst með rósmaríngreinum og basilikum. mbl.is/Marisa Vitale
mbl.is