Karamellukjúklingur Tinnu Alavis

mbl.is/Tinna Alavis

Þessi kjúkingaréttur er algjör draumur því hann er alveg hreint sérstaklega ljúffengur þökk sé óvenjulegri marineringu. Það er Tinna Alavis sem á heiðurinn að þessari snilld en hún segir að hann sé bæði bragðmikill og dálítið sætur á bragðið.

Karamellukjúklingur Tinnu Alavis

  • 3 kjúklingabringur
  • 510 g BBQ-sósa
  • 1 dós ananassafi
  • 4 kramin hvítlauksrif
  • 1 msk. rifið engifer
  • 1 dl hunang
  • 100 g púðursykur
  • Íslenskt smjör til steikingar

Aðferð:

  1. Byrjið á því að skera bringurnar í passlega stóra bita. Takið næst fram stóra skál og útbúið marineringuna. Í henni er BBQ-sósa, ananassafi og hvítlauksrif ásamt engiferi, hunangi og púðursykri. Hrærið þessu vel saman og setjið kjúklinginn út í. Mér finnst best að láta kjúklinginn liggja í marineringunni í 2-4 klst. (í lokuðu íláti) inni í ísskáp fyrir eldun.
  2. Steikið kjúklinginn þar til hann byrjar að brúnast og orðinn karamelliseraður. Hellið sósunni þá yfir & leyfið þessu að malla í nokkrar mínútur til viðbótar á miðlungshita. Berið fram með t.d. salati & kartöflugratíni.

Hérna er uppskriftin að gratíninu sem ég var með.

  • Kartöflur
  • 250 ml rjómi
  • 1 laukur
  • 1 Óðals cheddar-ostur

Aðferð

  1. Hitið ofninn í 180°C (undir- og yfirhiti).
  2. Skrælið kartöflurnar, skerið þær í sneiðar og raðið í botninn á eldföstu móti.
  3. Saxið laukinn smátt & dreifið yfir kartöflurnar.
  4. Setjið cheddar-ostinn í matvinnsluvél þar til hann er orðinn að kurli & stráið yfir allt.
  5. Hellið rjómanum yfir.
  6. Eldið kartöflugratínið í 1 klst. ‍ ‍
Gómsæt marineringin.
Gómsæt marineringin. mbl.is/Tinna Alavis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert