Tveir hafa látist og níu eru sýktir af listeriu

Listeria fannst nýverið í innfluttum fiski í Danmörku sem hefur ...
Listeria fannst nýverið í innfluttum fiski í Danmörku sem hefur verið afturkallaður. mbl.is/extrabladet

Það var tilkynnt um helgina að tveir væru látnir og níu væru sýktir af listeriu í Danmörku. Í ljós hefur komið að listeria hefur fundist í matvælum er seldar voru í stórverslunum Bilka og Føtex, sem ættu að vera mörgum Íslendingum kunnar.

Þar sem hinir látnu voru veikir á þeim tíma er þeir smituðust af bakteríunni hefur ekki fengist staðfest að bakterían hafi leitt þá til dauða. Það var matvælaeftirlitið sem sendi út aðvörun rétt fyrir helgi um að reyktur urriði sem seldur er í 200 g pakkningum væri sýktur af listeriu í fyrrnefndum verslunum.

Fiskurinn er innfluttur frá Eistlandi og alls eru fjórar konur og fimm menn á aldrinum 52-90 ára smituð. Ekki hefur verið gefið upp að svo stöddu á hvaða aldri og hvers kyns þeir látnu eru en allir þeir sem smitaðir eru voru mikið veikir fyrir.

mbl.is