Eldhúsið í sumarhúsi Opruh slær allt úr

Oprah Winfrey.
Oprah Winfrey. AFP

Eitt af „sumarhúsum" Oprah Winfrey er staðsett í Colorado fylki í Bandaríkjunum og kostaði í kringum einn og hálfan milljarð.

Eignin er öll hin glæsilegasta og ekki spillir útsýnið fyrir. Svæðið er mikið skíðasvæði á vetruna og eiginlega má leiða líkur að því að húsið sé meira heilsárshús fremur en eingöngu sumarhús.

Eldhúsið er að sjálfsögðu hið glæsilegasta og rúsínan í pylsuendanum er vín náma (jebbs - vínkjallari sem lítur út eins og náma) sem getur rúmað 1.600 vínflöskur og er með sína eigin lestarteina og vagn.

Hægt er að skoða fleiri myndir að húsinu HÉR.

Útsýnið úr borðstofunni er ekki af verri endanum.
Útsýnið úr borðstofunni er ekki af verri endanum. mbl.is/
Ágætis útsýnispallur hér á ferð.
Ágætis útsýnispallur hér á ferð. mbl.is/
Þetta eldhús er svakalegt.
Þetta eldhús er svakalegt. mbl.is/
Vín kjallarinn lítur út eins og náma og því höfum …
Vín kjallarinn lítur út eins og náma og því höfum við ákveðið að kalla hann vín námu. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert