Brauðið sem mun breyta lífi þínu

Nýbakað er alltaf best.
Nýbakað er alltaf best. mbl.is/Spisbedre.dk

Þetta er uppskriftin sem þú þarft að baka fyrir fjölskylduna því hún mun þakka þér vel og lengi fyrir það. Nýbökuð brauð slá alls staðar í gegn, enda erfitt að standast slíkt með þeim áleggjum sem hugurinn girnist.

Brauðhleifur með eplum og heslihnetum

 • 12 ½ g ger
 • 2 ½ dl súrmjólk
 • 2 tsk. salt
 • 1 tsk. hunang
 • 1 epli
 • 50 g heslihnetukjarnar
 • 100 g gróft heilhveiti
 • 300 g sigtað heilhveiti

Skraut:

 • 1 epli

Aðferð:

 1. Hrærið gerið út í súrmjólkina í skál. Bætið salti og hunangi út í.
 2. Skolið eplið, fjarlægið kjarnann úr því og skerið í teninga. Saxið heslihneturnar. Hrærið eplinu og heslihnetunum út í gerblönduna ásamt grófa hveitinu. Látið blönduna standa í skálinni í 15 mínútur.
 3. Setjið sigtaða hveitið smám saman út í skálina og hnoðið vel saman á borði. Leggið deigið aftur í skálina og leggið hreint og rakt viskastykki yfir. Látið hefast í um það bil tvo tíma á köldum stað.
 4. Sláið deigið niður á borðið og formið í brauðhleif. Leggið deigið á bökunarpappír á bökunarplötu.
 5. Skolið seinna eplið, skerið í þunnar skífur og legið yfir brauðið.
 6. Setjið raka viskastykkið nú yfir brauðið og leyfið því að tvöfalda stærð sína við stofuhita í 45 mínútur.
 7. Hitið ofninn á 200°C. Bakið brauðið í ofni í um það bil 30 mínútur. Athugið hvort það sé bakað í gegn með því að banka undir það með fingrinum – það á að hljóma holt að innan.
mbl.is