Sólrún Diego að hætti Gígju

mbl.is/Gígja S.

„Þessi er í miklu uppáhaldi hjá litlu fjöslkyldunni, svo auðvelt og gott..
Upprunalega sá ég þessa aðferð hjá Sólrúnu Diego, fínt að losna við bræluna sem fylgir a steikja svona fisk í raspi,“ segir Gígja S. Guðjónsdóttir um þessa uppskrift sem ætti að slá í gegn á flestum heimilum - þá ekki síst hjá börnunum.

Ofnbakaður fiskur í raspi

  • Fiskur í raspi
  • 1 stór laukur
  • smjör eftir smekk
  • aromat
  • salt og pipar
  • sítrónusafi

Meðlæti

  • Forsoðnar kartöflur með olíu, salti, pipar og timian

Aðferð:

  1. Ofninn stilltur á 200 gráður blástur
  2. Fiskurinn er settur í eldfast form og lauknum, smjöri, kryddi og sítrónusafa er dreyft yfir fiskinn.
  3. Mér finnst gott að hafa svoldið mikið af smjöri og aromatið gerir mikið líka.
  4. Fiskurinn og kartöflurnar fara í ofninn í 20 mínutur
mbl.is/Gígja S.
mbl.is/Gígja S.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert