Auðveldur, ómótstæðilegur og ódýr kjúklingaréttur

mbl.is/Íris Blöndahl

Þetta er einn af þessum réttum sem er sáraeinfaldur og ódýr. Svo er hann líka fljótlegur og einstaklega bragðgóður þannig að þetta flokkast sem alslemma.

Það er engin önnur en Íris Blöndahl á GRGS.is sem á þessa snilldaruppskrift sem hún segir að sé í miklu uppáhaldi hjá sér.

Tandoori kjúklingaleggir með óvenjulegu hvítlauskbrauði

 • 1 poki kjúklingaleggir frá Rose Poultry
 • 3 msk. Tandoori Paste frá Pataks
 • 1 tortilla með grillrönd frá Mission
 • 1 hvítlauksrif
 • smjör & ostur ofan á tortillu

Aðferð:

 1. Setjið kjúklingaleggi í fat ásamt Tandoori paste og veltið þeim uppúr
 2. Kjúklingaleggirnir eru grillaðir í 20 mínútur eða þar til fulleldaðir
 3. Tortillan er smurð með smjöri
 4. Hvítlaukur kreistur eða rifinn á járni og sett yfir smjörið
 5. Rifnum osti dreift jafnt yfir
 6. Tortillan er sett inní ofn á 200 gráður í um það bil 4 mín eða þar til hún fer að brúnast
 7. Allt borið fram saman og notið !

Þessi uppskrift er svo ómótstæðileg því hún er svo ódýr, fljótleg og einföld. Ég var sjálf með salat með en ég reyni alltaf að hafa eitthvað grænt með kvöldmatnum.

Ég hef í þrjú ár flutt pönnukökurnar frá Mission heim í tonnatali frá Ameríku því mér þykir þær lang bestar, svo ég hoppaði hæð mína þegar ég sá þær loksins í hillunni í búðinni um daginn og þið ættuð því að geta notið þeirra með mér.

Ég kaupi svo alltaf frosinn kjúkling, hvort sem það eru bringur, læri eða leggir, en það er í lang flestum tilfellum ódýrara og endist að sjálfsögðu lengur.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Íris Blöndahl
mbl.is/Íris Blöndahl
mbl.is