Kleinur að hætti Kvenfélags Selfoss

mbl.is/Albert Eiríksson

Það hefur löngum verið vitað að bestu kleinubakara landsins (og þótt víðar væri leitað) er að finna í kvenfélögum þessa lands. Þetta veit Albert Eiríks betur en flestir og hér deilir hann uppskrift sem hann fékk hjá Kvenfélagi Selfoss en uppskriftin er frá Birnu Sverrisdóttur sem þykir með þeim flinkari í kleinubransanum.

Takk fyrir það og hægt er að nálgast matarbloggið hans Alberts HÉR.

Kleinuuppskrift
2 kg hveiti
4 dl sykur
10 tsk. lyftiduft
300 g smjörlíki brætt
5 egg
1 ltr. AB mjólk

Aðferð:

  1. Hrærið egg, AB-mjólk og smjörlíki saman
  2. Bætið við hveiti, sykri og lyftidufti hnoðið sem minnst. Fletjið deigið út, skerið og snúið upp á.
  3. Steikið í vel heitri djúpsteikingarfeiti.

- - -

Fylgstu með Matarvefnum á Instagram og Facebook. Endalaus ævintýri, hugmyndir, skemmtilegir leikir og allt það heitasta heita...

mbl.is/Albert Eiríksson
mbl.is