Þrifráðin sem munu bjarga þér

Ertu í hópi þeirra sem forðast stórþrif eins og heitan …
Ertu í hópi þeirra sem forðast stórþrif eins og heitan eldinn? mbl.is/Alamy

Það er gott að temja sér reglu þegar kemur að stórþrifum heimilisins. Því eins mikið og okkur langar til að losna undan þeim, þá komumst við ekki hjá því til lengdar. Best er að finna árstíð eða tíma sem hentar þér og þínum til að taka heimilið í gegn – gæti verið á vorin, um páska eða jafnvel í vetrarfríinu.

Og þar sem þú ert að vinda þér í stórþrif, þá er ekki úr vegi að skipta út moppunni, skúringafötunni og skipta um poka í ryksugunni. Það verður allt léttara þegar græjurnar eru í lagi.

Til hefjast handa er gott að hafa efirfarandi við höndina:

  • Brúnsápu til að hreinsa matarleifar í ofni, þrífa niðurföll eða þvo gólf svo eitthvað sé nefnt.
  • Milda sápu til að vaska upp rykfallin glös og annað sem stendur í opnum skápum og er lítið notað.
  • Gluggahreinsi
  • Klósetthreinsi

Upp og svo niður:
Þurrkið fyrst af skápum og lömpum áður en þið þrífið gólfið.

Skipulag:
Byrjaðu á einum stað í rýminu og byrjaðu að vinna þig áfram út úr því, í stað þess að fara mikið fram og til baka. Skammtaðu hæfilegu magni af vatni í fötur og bala og skiptu því reglulega út fyrir nýtt og hreint.

Létta útgáfan:
Ef þér fallast hendur með að þrífa allt heimilið í einu skaltu skipta verkunum niður á nokkrar vikur, en gerðu það skipulega. Gerðu lista yfir það sem þarf að gera og ekki hika við að deila verkefnum út til annarra í fjölskyldunni, þau búa þarna líka. Hér fyrir neðan er tillaga að lista.

  • Vika 1: Þrífðu ísskápinn að innan sem utan.
  • Vika 2: Þrífðu ofninn og örbylgjuofninn.
  • Vika 3: Þrífðu uppþvottavélina og vaskinn.
  • Vika 4: Þrífðu viftuna fyrir ofan eldavélina og þíddu frystinn.
  • Vika 5: Þurrkaðu af öllum skápum og skúffum, og jafnvel hurðum og gólflistum.
  • Vika 6: Þrífðu gólfið vel frá einu horni yfir í annað.
Tatomm
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert