Gourmet-máltíðin sem inniheldur bara 301 hitaeiningu

mbl.is/Íris Blöndahl

Þessi kjúklingaréttur er svo einfaldur en góður. Sósuna er hægt að nota í allt mögulegt, en hún er einnig góð með fisk, hakki & taco. Uppskriftin en hugsuð fyrir þrjá og inniheldur nákvæmlega 904 hitaeiningar þannig að kvöldverðurinn á mann er ekki nema 301 hitaeining. 

Það er Íris Blöndahl á GRGS sem á þessa uppskrift og þökkum við henni kærlega fyrir að reikna út næringargildið. Það er nefnilega alltaf gaman að vita hvað maður er að borða mikið - svona oftast allavega. 

Mexíkósk kjúklingalæri í heimagerðri tómatsalsa

 • 700 gr úrbeinuð kjúklingalæri frá Rose Poultry
 • 1 tsk. chili krydd (eða eftir smekk)
 • 200 gr konfekt tómatar
 • 2 msk. ferskt kóríander
 • 1/2 rauðlaukur
 • 4 hvítlauksrif
 • Salt & Pipar
 • 2 msk. Olía
 • 1 lime

NÆRINGARGILDI

 • Kjúklingalæri 560 Cal
 • Olía 240 Cal
 • Hvítlaukur 18 Cal
 • Tómatar 34 Cal
 • Rauðlaukur 30 Cal
 • Lime 20 Cal
 • Kóríander 2 Cal
 • Samtals í Uppskrift: 904 Cal

TÓMATSALSA

Stillið ofn á 190°C.
Skerið tómatana í helming og raðið í eldfast mót
Skerið smátt rauðlauk, hvítlauk og kóríander og setjið í skál
Bætið Olíu, Chili kryddi, Salti & Pipar og Lime við í skálina og blandið saman
Þessu er öllu helt yfir tómatana og sett inní ofn í 20 mínútur
Fatið er tekið út og öllu helt yfir í blender/matvinnsluvél
Blandað þar til verður að sósu og borið fram með kjúklingnum

KJÚKLINGALÆRI

Úrbeinuðu lærin eru sett í eldfast mót
Salt & Pipar sett yfir
Bakað inní ofni á 190°C í 25 mínútur eða þar til hann er full eldaður

Á myndinni fyrir neðan sést hvernig tómat salsað er áður en það fer inn í ofn og svo hvernig hún er eftir að hafa farið blender og búið er að hella henni yfir kjúklinginn. Ég raspaði parmesan yfir og setti svo salt & pipar yfir og bar fram með salati.

mbl.is/Íris Blöndahl
mbl.is/Íris Blöndahl
mbl.is/Íris Blöndahl
mbl.is