Segir Vitamix hafa bjargað lífi sínu

Zac Effron.
Zac Effron.

Heimilistæki geta gert kraftaverk en flestir virðast sammála um að Vitamix-blandarinn er gott meira en það. Svo yfirgengileg getur ást Vitamix-eigenda verið á tækinu að þeir ganga svo langt að fullyrða að þeir gætu ekki lifað án þess eða jafnvel að tækið hafi breytt lífi þeirra.

Zac Effron lýsti því yfir að blandarinn hefði bókstaflega bjargað lífi hans eftir að hann þurfti að fara á fljótandi mataræði í kjölfar meiðsla. Effron er ekki eina stjarnan sem lýst hefur yfir ást sinni á blandaranum opinberlega en fyrirsætan Miranda Kerr sagði „strákar elska bíla, ég elska Vitamixinn minn,“ og Kortney Kardashian segir að það sé alfarið blandaranum að þakka að henni gekk svo vel að komast í fyrra form eftir barnsfæðingar. Sjálf hertogaynjan af Sussex segist nota blandarann við hvert tækifæri og breyti gjarnan kvöldverðarsalatinu í morgunverð daginn eftir. Ella Woodward sem er kannski betur þekkt sem Deliciously Ella eða Ella ómótstæðilega tók hrósið enn lengra á dögunum og sagði „allir Vitamix eigendur sem ég hef kynnst segja að þetta sé besta fjárfesting í heimi“.

mbl.is