Endurunnið gler hjá Bitz

Borðbúnaður frá Bitz hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og nú bætist við skemmtileg glerlína sem heitir Kusintha. Glerið er endurunnið og kemur í fallegum litum sem passa vel við núverandi Bitz-borðbúnað. Kusintha þýðir breyting og mun salan á vörunum stuðla að breytingum fyrir börn í Malaví í samstarfi við Rauða krossinn í Danmörku.

Markmiðið er að safna um tuttugu milljón krónum á næstu fimm árum sem tryggir að minnsta kosti uppsetningu á 25 vatnsbrunnum í Malaví.

Fallegu litirnir í Kusintha-línunni eru vandlega valdir í þeim tilgangi að þeir passi vel við aðra liti og gljáa í Bitz-keramikinu.

Kusintha-glerið er framleitt á Spáni og er úr endurunnu gleri sem gefur vörunum einstakt og hrátt útlit. Glerið hefur grænan undirtón en öðrum litum er náð fram með úðun.

Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.790 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »