Endurunnið gler hjá Bitz

Borðbúnaður frá Bitz hefur notið mikilla vinsælda hér á landi og nú bætist við skemmtileg glerlína sem heitir Kusintha. Glerið er endurunnið og kemur í fallegum litum sem passa vel við núverandi Bitz-borðbúnað. Kusintha þýðir breyting og mun salan á vörunum stuðla að breytingum fyrir börn í Malaví í samstarfi við Rauða krossinn í Danmörku.

Markmiðið er að safna um tuttugu milljón krónum á næstu fimm árum sem tryggir að minnsta kosti uppsetningu á 25 vatnsbrunnum í Malaví.

Fallegu litirnir í Kusintha-línunni eru vandlega valdir í þeim tilgangi að þeir passi vel við aðra liti og gljáa í Bitz-keramikinu.

Kusintha-glerið er framleitt á Spáni og er úr endurunnu gleri sem gefur vörunum einstakt og hrátt útlit. Glerið hefur grænan undirtón en öðrum litum er náð fram með úðun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert