Tíu brúðargjafir sem kosta minna en tíu þúsund krónur

Ófá tilvonandi hjón eru farin að kynna sér úrval hinna ýmsu verslana og mynda sér skoðanir á hverju skuli óska eftir á brúðargjafalista. Hér gefur að líta tíu hugmyndir frá tilvonandi hjónum sem skráðu brúðargjafalista sinn í Kúnígúnd í Kringlunni. 


Ferðakaffibollar  
Stelton-ferðakaffikrúsirnar eru líklega þær lekkerustu í heimi. Það er rómantískt að hella upp á handa makanum og rölta út saman með ferðabollana. Umhverfisvænt og smart!  
Stelton-ferðakrús 3.890 krónur stykkið. 

Le Creuset-kanna 
Könnurnar rúma 600 ml og henta undir allt frá sósu upp í sunnudagssúkkulaðið, rauðvín eða blóm. 
Verð 4.995 krónur. 

 

Klassíker á fæti 
Villeroy & Boch-kökudiskur á fæti er ekki bara fallegur undir kökur heldur má vel nota hann sem framreiðslufat til að fá þrívídd á veisluborðið. Hvort sem er undir kerti, blómaskreytingar eða mat. Einfaldur og fallegur kökudiskur sem fer aldrei úr tísku. 

7.590 krónur. 

 

Rosendahl-mjólkurkanna 
Stílhrein og smart mjólkurkanna sem má fara í uppþvottavél og örbylgjuofn. Það má einnig vel nota hana undir sósu. Kannan kemur í fallegum litum, t.d. dökkbláu, steingráu og ljósbleiku. 
Verð 4.590 krónur. 
 

 

Stelton-kaffikanna fyrir gourmetfólkið 
Theo-kaffikannan frá Stelton hæghellir upp á kaffi til að auka tímann á brugguninni og bæta bragðið. Svo er hún svo falleg! 
Verð 9.750 kr. 

 

Le Creuset-vasi 
Vasarnir frá frönsku snillingunum hjá Le Creuset eru stílhreinir og fjölnota. Hvort sem er undir blóm eða eldhúsáhöld. Vasarnir fást í mörgum litum og koma bæði í 15 cm og 19 cm. 
Verð 5.995 -7.990 krónur. 

 

Stelton Forrest-eldhúsrúllustandur 
Eldhúsrúllustandur þarf ekki að vera ljótur. Hann getur meira að segja verið ákaflega fagur! 
Verð 8.390 krónum. 
 

 

Lyngby-skálar 
Gullfallegar gler- og postulínsskálar frá dönsku fagurkerunum hjá Lyngby henta fullkomlega undir konfekt, skart eða annað dýrmætt. Skálarnar koma í tveimur stærðum og mörgum litum.  
Verð frá 7.990 krónum. 


LINDDNA-skurðbretti 
Þessi dönsku skurðbretti eru ákaflega fyrirferðarlítil, mega fara í uppþvottavél og sóma sér einnig vel við framreiðslu.  
Verð frá 4.990 krónum. 

 

Lyngby-postulínsvasar 
Vasarnir frá Lyngby eru ákafleg vinsælir enda stílhreinir og passa inn á öll heimili. Þeir koma í mörgum litum, t.d. reyklitu gleri, svörtu möttu og bleiku. 
Verð frá 4.590 krónum.

mbl.is