Svona er eldhúsið í einni dýrustu íbúð veraldar

Hér er auðveldlega hægt að undirbúa stórar veislur með öllu …
Hér er auðveldlega hægt að undirbúa stórar veislur með öllu tilheyrandi. Gólfrýmið er gríðarlegt og huggulegheitin í fyrirrúmi. Takið eftir háfnum sem myndi sóma sér vel í hvaða atvinnueldhúsi sem er.

Verðmiðinn á þessari þakíbúð í Manhattan hljóðar upp á fimm milljarða króna og okkur lék forvitni á að vita hvernig eldhús er í slíku sloti.

Eins og við er að búast er eldhúsið hið glæsilega og hannað til þess að fagaðilar geti komið þangað og þjónustað íbúa. Það er þar af leiðandi ekki hluti af aðalrými hússins heldur er hægt að loka því alveg að þannig að skarkalinn af þjónustufólkinu trufli ekki ábúendur. 

Stórt er það enda plássið nóg og allt eins vandað og dýrt og hugsast getur. 

Eins og gefur að skilja eru svona glæsilegheit ekki á allra færi en það er engu að síður áhugavert að sjá hvernig þeir sem allt geta keypt kjósa að hafa eldhúsin sín. 

Hægt er að skoða íbúðina í heild sinn HÉR.

Búrskápurinn er ekki amalegur og glæsilegar glerhurðir í frönskum stíl …
Búrskápurinn er ekki amalegur og glæsilegar glerhurðir í frönskum stíl prýða hann. Steingólf er á allri íbúðinni nema í eldhúsinu þar sem forláta fiskibeinaparket prýðir rýmið enda almennt ekki talið gáfulegt að vera með steingólf eða flísar í eldhúsi.
mbl.is