Kardashian fjölskyldan í eldhúsinu

mbl.is/Vogue

Hin eina sanna Kim Kardashian West var í viðtali við bandaríska Vogue á dögunum sem var í alla staði mjög áhugavert og skemmtilegt. Það sem vakti athygli okkar hér á Matarvefnum var ljósmynd sem birtist með viðtalinu af Kim í eldhúsinu ásamt börnum sínum og hundi.

Reyndar eru einungis þrjú af fjórum börnum hennar á myndinni en eins og kunnugt er eignaðist hún sitt fjórða barn nú í maí með aðstoð staðgöngumóður.

Það sem athygli vekur er að myndin er tekin í eldhúsinu á heimili þeirra í Hidden Hills í Los Angeles en við birtum myndir af eldhúsinu nú nýverið og ljóst er að búið er að taka eldhúsið vel og rækilega í gegn ef rétt er.

Nýja hönnunin einkennist af burstuðu stáli og athygli vekur að stórt sjónvarp prýðir einn vegginn þar sem Svampur Sveinsson er í miklu stuði.

Glöggir taka þó eftir því að bitarnir í loftinu eru allt öðruvísi og eldhúsið virðist ekki jafn stórt og það var.

Hvort búið er að gjörbreyta eldhúsinu svona rækilega eða hvort að myndin var hreinlega ekki tekin á heimili skal ósagt látið og við leyfum ykkur að dæma um það sjálf. 

mbl.is/Vogue
mbl.is/Vogue
mbl.is