KORE opnar í Kringlunni

„Við erum að vinna mikið með kóreskar bragðtegundir og hráefni sem við leggjum upp með smá LA-snúningi. Það er ekkert heilagt hjá okkur,“ segir matreiðslumaðurinn Atli Snær sem á og rekur veitingastaðinn KORE.

Í upphafi þegar við opnuðum í Granda mathöll var hugmyndin að þetta yrði lítið fjölskyldufyrirtæki. Ég ætlaði að vera þar og „dunda mér með stráknum mínum. Við sáum mjög fljótt að við þyrftum töluvert af fólki í vinnu til að geta annað eftirspurninni. Í dag hefur því „fjölskyldan“ stækkað til muna. Þetta er æðislegt lið sem hefur unnið með okkur nánast frá upphafi,“ segir Atli.

Fjölskyldan stækkar

„Þegar við opnuðum KORE í Granda mathöll óraði okkur ekki fyrir þessum móttökum. Móttökunar í Granda mathöll voru ævintýri líkastar og dag erum við með mjög stóran hóp af fastakúnum og við heyrum fólk oft tala um hvað það væri gott ef við værum á fleiri stöðum. Þegar við sáum Kringluna auglýsa eftir þátttöku í nýju matartorgi sáum við það sem kærkomið tækifæri til þess stækka við okkur.“

Að sögn Atla hafa viðtökurnar verið afar góðar. „Það hefur aukist mikið að fólk sé að skjótast inn á Kringlutorg til okkar og grípa mat með sér. Við sjáum mikið af sömu andlitunum aftur aftur sem er alltaf mjög góðs viti. Samsetning veitingastaða á Kringlutorginu er mjög flott og skemmtileg viðbót við aðra staði sem eru fyrir í húsinu. Staðirnir sem eru á nýja Kringlutorginu eru Fjárhúsið, KORE, JÖMM, Tókýó sushi og Halab Kebab.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert