Marengsdraumur með jarðarberjum

Þessi mun njóta mikilla vinsælda á kaffiborðinu um helgina.
Þessi mun njóta mikilla vinsælda á kaffiborðinu um helgina. mbl.is/Pontus Ferneman

Sumarið er svo sannarlega tíminn til að leyfa sér gúmmelaði og gotterí. Þessi marengsdraumur er fullkominn á kaffiborðið í sólarglampanum sem er að leika við okkur þessa dagana.

Marengsdraumur með jarðarberjum

  • 4 eggjahvítur
  • 2 dl sykur
  • 3 dl Rice Krispies
  • 100 g hvítt súkkulaði
  • 5 dl rjómi
  • 2 l jarðarber

Aðferð:

  1. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið sykri við smátt og smátt á meðan þú pískar.
  2. Veltið Rice Krispies í marengsinn.
  3. Setjið bökunarpappír á bökunarplötu og teiknið hringi sirka 20 cm á bökunarpappírínn. Hellið marengsinum jafnt í alla hringina.
  4. Setjið inn í 150°C heitan ofn og lækkið þegar marengsinn fer inn niður í 125°C. Bakið í ofni í 1 tíma og 15 mínútur.
  5. Slökkvið á ofninum og látið marengsbotnana kólna í ofninum – ekki opna ofninn á meðan hann kólnar.
  6. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir botnana og látið það storkna.
  7. Þeytið rjómann og leggið marengsbotnana ofan á hvor annan með rjóma og jarðarberjum á milli.
  8. Skreytið með jarðarberjum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert