VIPP kynnir nýjar textílvörur

Nýjar textílvörur voru að líta dagsins ljós frá VIPP - …
Nýjar textílvörur voru að líta dagsins ljós frá VIPP - viskastykki og handklæði svo eitthvað sé nefnt. mbl.is/VIPP

Við þekkjum VIPP sem framleiðanda á frægustu ruslafötu heims. En fyrirtækið hefur í gegnum árin verið að bæta við vöruúrvalið sem henta hvaða rými heimilisins sem er. Sápuskammtarar, sköfu fyrir sturtuna, brauðkassa og ekki má gleyma því allra fallegasta, eða eldhúsinnréttingu sem er með þeim glæsilegri á markaðnum í dag og endist þér út ævina - eða lengur.

VIPP kynnti nýverið textílvörur sem eru hreint út sagt dásamlegar. Þær eru framleiddar úr 100% náttúrulegum bómull og í einföldum litatónum. Um er að ræða viskastykki, mottur, handklæði og púða sem fullkomna það sem fyrir er á heimilinu.

mbl.is/VIPP
mbl.is