Taco með geggjuðu salsa

Litríkur kvöldmatur hér á boðstólnum.
Litríkur kvöldmatur hér á boðstólnum. mbl.is/Nurlan Emir

Allur litríkur matur er okkur að skapi. Þetta unaðslega taco er borið fram með melónusalsa, guacamole og grilluðum osti og fær fullt hús stiga - ef einhver keppni er í gangi það er að segja.

Taco með melónusalsa

  • 500 g Halloumi-ostur
  • Tortilla-kökur
  • Roman-salat

Melónusalsa:

  • 1 kg vatnsmelóna
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 rauður chili pipar
  • Fersk mynta
  • 1 lime

Guacamole

  • 2 avocado
  • ½ dl grísk jógúrt
  • 1 lime
  • 1 hvítlauksrif
  • 2 msk. ólífuolía
  • Salt og pipar

Aðferð:

Melónusalsa:

  1. Skerið melónuna í munnbita. Skerið rauðlaukinn smátt ásamt chilipiparnum. Skerið myntuna smátt og rífið með járni utan af lime-berkinum. Blandið öllu saman í skál og pressið lime-safa yfir. Smakkið til með salti og pipar.

Guacamole:

  1. Stappið avocado og blandið saman við gríska jógúrt, rifinn lime-börk og lime-safa ásamt olíu og hvítlauk. Smakkið til með salti og pipar.

Grill:

  1. Skerið halloumin-ostinn fyrir miðju og grillið á báðum hliðum. Grillið tortilla-kökurnar og skerið ostinn í bita. Fyllið tortilla-kökurnar með salati, vatnsmelónusalsa og grilluðum ostinum ásamt guacamole.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert