Hindberjasnúðar með marsípani

Snúðar með hindberjasultu og marsípani er frábært samsetning.
Snúðar með hindberjasultu og marsípani er frábært samsetning. mbl.is/Winnie Methmann

Stundum er þörf á snúðum sem þessum og þá er ekkert annað í stöðunni en að láta það eftir sér. Hvað er dásamlegra en nýbakað bakkelsi? Ekkert! Hér eru hindberjasnúðar með hungangsgljáa að fara að gleðja mannskapinn en uppskriftin gefur um 12 snúða.

Hindberjasnúðar með marsípani

 • 3 dl mjólk
 • 25 g ger
 • 1 egg
 • 100 g sykur
 • 1 tsk. kardimommudropar
 • Salt
 • 650 g hveiti
 • 100 g smjör
 • 2 dl hindberjasulta
 • 200 g marsípan

Hunangsgljái:

 • 2 msk. hunang
 • 2 msk. sjóðandi vatn

Aðferð:

 1. Hellið mjólkinni í stóra skál og gerinu út í.
 2. Hrærið eggi, sykri, kardimommu og salti út í og því næst hveitinu smátt og smátt. Hnoðið vel í sirka 10 mínútur þar til slétt.
 3. Skerið smjörið í litla teninga og bætið þeim út í deigið. Látið deigið standa í skálinni undir hreinu röku viskastykki við stofuhita í 2 tíma.
 4. Leggið deigið á borðið með örlítið af hveiti og rúllið út með kökukefli í ferhyrning, 40x50 cm.
 5. Smyrjið hindberjasultunni á deigið. Rífið marsípanið með rifjárni og dreifið yfir deigið.
 6. Leggið 1/3 af deiginu inn að miðju og því næst hinn helminginn þar ofan á (þannig að deigið sé í þremur lögum).
 7. Skerið deigið í ræmur, 1½ cm á breidd. Takið hverja ræmu og snúið upp á í snúð með fingrunum. Leggið á bökunarpappír á bökunarplötu og látið hefast í 2 tíma.
 8. Hitið ofninn í 225°C á blæstri og bakið í ofni í 12-15 mínútur þar til gylltir.
 9. Hrærið hunangi og sjóðandi vatni saman í skál og penslið snúðana um leið og þeir koma út úr ofninum.
mbl.is
Loka