Hamborgarinn sem mun breyta lífi þínu

mbl.is/Veganistur

Ert þú ein/n af þeim sem hélst að þú vissir allt um hamborgara? Að þú værir búin að öðlast yfirburðar þekkingu og kunnáttu í matreiðslu þeirra. Að þú vissir upp á hár hvað hamborgari væri? Þá skjátlast þér hrapalega...

Þessi borgari er með þeim girnilegri sem sést hafa og er hann er vegan. Það eru Veganisturnar Helga María og Júlía Sif sem eiga heiðurinn að þessum dýrðarborgara en hann er gerður úr hakki frá Anamma sem þykir vera tímamótahráefni.

„Í þetta skipti útbjuggum við gómsæta hamborgarasósu með borgurum og toppuðum þá einnig með bjórsteiktum lauk sem er ekkert smá góður. Hamborgarasósuna gerum við í hvert skipti sem við gerum okkur borgara. Það tekur enga stund að útbúa hana og hún er dásamleg. Við settum svo hvítlauksmæjónes á borgarann líka, en það var mest til að fá fallega mynd.“

Hamborgarinn sem mun breyta lífi þínu

Hamborgarar 4 stykki

  • 440 gr formbar hakkið frá Anamma

  • 1 msk. laukduft

  • 1 msk. hvítlauksduft

  • 1-2 tsk. sojasósa

  • 1 tsk gróft sinnep eða dijon sinnep

  • 2 tsk kjöt og grillkrydd

  • salt og pipar

  • BBQ sósa til að pennsla yfir (má sleppa)

Aðferð:

  1. Takið hakkið úr frysti um það bil klukkutíma áður en matreiða á borgarana.

  2. Setjið öll kryddin út í þegar hakkið hefur aðeins fengið að þiðna.

  3. Mótið 4 buff út hakkinu (sirka 110 gr hvert buff) og steikið eða grillið í nokkrar mínútur á hvorri hlið.

  4. Pennslið með BBQ sósu áður en borgararnir eru matreiddir ef þið kjósið. Það er alls engin nauðsyn en okkur þykir það svakalega gott.

Hamborgarasósa

  • 1-1 1/2 dl vegan majónes (keypt eða eftir uppskrift hérna af blogginu)

  • 1/2 dl tómatsósa

  • 1/2 dl mjög smátt saxaðar súrar gúrkur

  • 1 tsk. paprikuduft

  • 1 tsk. hvítlauksduft

  • 1 tsk. laukduft

  • salt

Aðferð:

  1. Saxið súru gúrkurnar mjög smátt.

  2. Hrærið öllum hráefnunum saman í skál

Bjórsteiktur laukur

  • 2 stórir laukar

  • 1 msk. sykur

  • 1 msk. soyasósa

  • salt og pipar

  • 2-3 msk. bjór

Aðferð:

  1. Skerið laukana í frekar þunnar sneiðar.

  2. steikið laukinn upp úr smá olíu þar til hann fer að brúnast vel.

  3. Bætið salt og pipar, sykri og soyasósu og steikið í nokkrar mínútur í viðbót.

  4. Bætið bjórnum útí og steikið í góðar 5 til 10 mínútur.

mbl.is/Veganistur
mbl.is/Veganistur
mbl.is/Veganistur
mbl.is/Veganistur
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert