Ertu að þvo fötin þín of oft?

Er þvottavélin stanslaust í gangi á þínu heimili?
Er þvottavélin stanslaust í gangi á þínu heimili? mbl.is/iStockphoto

Ertu í hópi þeirra sem fara einu sinni í hverja flík og skutla henni svo í þvottavélina? Við erum allt of gjörn á að setja fötin okkar í þvott eftir að hafa notað þau í 1-2 skipti, jafnvel þótt þau séu ekkert skítug né illa lyktandi. Við erum ekki bara að slíta fötin okkar út með öllum þessum þvotti heldur umhverfið líka.

Prófið að ímynda ykkur hversu mikið vatn við erum að nota er við keyrum þvottavélina áfram oft í viku. Stundum er nóg að viðra fötin ef okkur finnst vera skápalykt, til að fríska upp á flíkina. Jafnvel að strauja nokkrar krumpur úr lítið notaðri skyrtu gerir heilmikið. Þess ber að geta að annað gildir þó um nærfatnað sem skipta á um daglega.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert