Nýr veitingastaður opnar á Selfossi

Hollur skyndibiti er lífsnauðsyn.
Hollur skyndibiti er lífsnauðsyn. mbl.is/Facebook VOR

Þau spennandi tíðindi berast frá Selfossi að þar hafi opnað nýr veitingastaður sem heitir VOR og sérhæfir sig skyndibita í hollari kantinum. Að auki er boðið upp á djúsa, hristinga og ýmiskonar hollustu varning í þeim dúr. Punkturinn yfir i-ið eru svo belgísku vöfflurnar sem sagðar eru hreinasta afbragð. 

Eigendur staðarins eru þau Tómas Þóroddsson eigandi Kaffi Krúsar á Selfossi og athafnakonan Elfa Dögg Þórðardóttir eigandi Frost & Funa, Skyrgerðarinnar og Veitingahússins Varmár í Hveragerði.

VOR er staðsettur við Austurveg 3-5 eða í sama húsi og Krónan og ætti því að vera í alfaraleið fyrir ferðalanga í leit að góðum mat. 

View this post on Instagram

Matseðillinn😍

A post shared by Vor Veitingar (@vorveitingar) on Jul 13, 2019 at 11:20am PDT

Belgískar vöfflur með ís eru dásamlegur matur.
Belgískar vöfflur með ís eru dásamlegur matur. mbl.is/Facebook VOR
Boðið er upp á ferska djúsa.
Boðið er upp á ferska djúsa. mbl.is/Facebook VOR
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert