Ískakan sem fólk mun slást um

Lekker ísterta með jarðarberjum. Ein sú vinsælasta á borðunum í …
Lekker ísterta með jarðarberjum. Ein sú vinsælasta á borðunum í dag. mbl.is/© Anders Schønnemann

Þessi er fáránlega góð – og já, við notum orðið „fáránlega“ því við bjuggumst alls ekki við því að þessi kaka væri svona frábær. Það kemst fátt nálægt þessari ísköku með kókos og jarðarberjum eftir að hafa smakkað.

Ískakan sem fólk mun slást um (fyrir 8)

Kókosís:

  • 1 sítróna
  • 1 lime
  • 5 dl rjómi
  • 1 dós niðursoðin mjólk
  • 150 g kókosmjöl
  • 3 svampbotnar
  • 1 dl dökkt romm

Skraut:

  • ¼ l rjómi
  • 50 g kókosflögur
  • 200 g jarðarber

Aðferð:

  1. Rífið með rifjárni börkinn utan af sítrónunni og lime og blandið saman við rjóma og niðursoðna mjólk. Þeytið saman þar til blandan þykknar. Blandið kókosmjölinu út í.
  2. Setjið svampbotn á kökudisk og leggið háan hring utan af bökunarmóti þar ofan á. 
  3. Dreypið helmingnum af romminu yfir botninn.
  4. Dreifið helmingnum af kókoskreminu á botninn og leggið annan botn ofan á.
  5. Dreypið restinni af romminu yfir botn númer 2 og hellið restinni af ískreminu yfir. Leggið því næst þriðja botninn ofan á.
  6. „Sláið“ kökunni niður á borðið til að losna við allar loftbólur, enn þá með forminu á. Setjið filmu yfir og inn í frysti yfir nótt.
  7. Takið kökuna út 30 mínútum áður en á að bera hana fram.
  8. Þeytið rjómann og setjið ofan á kökuna. Skreytið með jarðarberjum og kókosflögum.
mbl.is/© Anders Schønnemann
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert