Og þess vegna er best að láta mat þiðna við stofuhita

Hvernig er best að láta mat þiðna - í ísskáp …
Hvernig er best að láta mat þiðna - í ísskáp eða á borði? mbl.is/Frozen Food Europe

Það getur verið þægilegt að eiga mat í frysti til að taka út um morguninn og láta hann þiðna hægt og rólega í ísskáp þar til við komum heim úr vinnu.

Við höfum lengi haldið að besta aðferðin til að þíða mat sé í ísskápnum en ekki á eldhúsbekknum. Það eru engar haldbærar rannsóknir sem sýna fram á að ísskápurinn sé rétta leiðin. Í raun hefur matvælaprófessorinn Bjørg Egelandsdal haldið því fram að það sé jafnvel betra að láta mat þiðna við stofuhita og ekki bara af því það tekur styttri tíma.

Það er mikilvægt að maturinn þiðni sem hraðast til að það myndist síður ískristallar sem geta eyðilagt frumurnar í honum - sem skilar sér í því að kjötið heldur ekki rakanum í sér og því verður kjötið þurrt og leiðinlegt.

Fjölmargar rannsóknir hafa sýnt fram á að það séu litlar líkur á bakteríuvexti þegar matvara er látin þiðna á borði í nokkrar klukkustundir. Ef þú hefur látið matvæli þiðna á borði en ætlar þér ekki að elda þau strax getur þú sett matinn inn í ísskáp.

Vísindamenn hafa þó sagt að langbesta aðferðin sé að láta matinn þiðna í köldu vatnsbaði. Vatn leiðir hita betur en loft og mun þíða mat hraðar þar sem vatn dreifir hita skilvirkar en loft. Muna bara að hafa matinn í lokuðum loftþéttum poka. Hitastigið á að vera í kringum 8-9 gráður en fljótlegasta leiðin til að þíða er í kringum 15°C.

Frosið kjöt í matinn í kvöld. Tókstu það út á …
Frosið kjöt í matinn í kvöld. Tókstu það út á réttum tíma? mbl.is/The Economic Times
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert