Pizza sem kemur skemmtilega á óvart

Kartöflupizza er betri en þú heldur.
Kartöflupizza er betri en þú heldur. mbl.is/Tia Borgsmidt

Hvernig væri að kveikja undir ofninum sem við geymum út í garði, eða grillinu okkar - og skella þunnbotna pizzum á teinana, alveg eins og Ítalarnir gera. Hér er uppskrift að pizzabotni með grófu durum hveiti og áleggi sem kemur skemmtilega á óvart.

Pizza sem kemur skemmtilega á óvart (fyrir 4)

Pizzadeig:

  • 2,5 dl vatn
  • 20 g ger
  • 2 tsk. gróft salt
  • 200 g gróft durum hveiti
  • 150 g ítalskt hveiti Tipo 00 (má líka nota venjulegt hveiti)

Álegg:

  • 2 bökunarkartöflur
  • Ricotta ostur
  • 4 rósmarín greinar
  • Flögusalt
  • Truffluolía
  • Ferskar jurtir að eigin vali.

Aðferð:

  1. Hellið vatni í skál og leysið gerið upp.
  2. Bætið salti út í og því næst grófa durum hveitinu, smátt og smátt á meðan hrært er í á meðan.
  3. Látið hefast á volgum stað í 30 mínútur.
  4. Skiptið deiginu upp í fjóra jafna bita.
  5. Skerið kartöflurnar í mjög þunnar skífur, t.d. með mandolin járni.
  6. Saxið rósmarín.
  7. Fletjið deigin út. Smyrjið botnana með ricotta og stráið rósmarín yfir.
  8. Deilið kartöflunum jafnt ofan á botnana og kryddið með salti og pipar.
  9. Bakið á grillinu þar til kanturinn er orðinn stökkur.
  10. Dreypið truffluolíu yfir og skreytið með ferskum jurtum að eigin vali.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert