Kjúklingarétturinn sem þú munt elska eða hata

Lakkrískjúlli a la Johan Bülow.
Lakkrískjúlli a la Johan Bülow. mbl.is/lakridsbybulow.dk

Lakkrískóngurinn Johan Bülow, er ekkert að flækja hlutina þegar kemur að matargerð. Hér býður hann upp á grillaðar kjúklingabringur með dass af lakkrís – og ferskt salat á kantinum. Lakkrísinn kemur öllum á óvart sem smakka og þessi uppskrift gæti ekki verið einfaldari.

Gúrmei kjúklingur með lakkrís

  • 4 kjúklingabringur frá Ali
  • 4 tsk. Raw Liquorice Powder frá Johan Bülow
  • 4 tsk. Sweet Liquorice Syrop frá Johan Bülow
  • Salt og pipar

Aðferð:

  1. Veltið bringunum upp úr lakkrísduftinu og saltið og piprið. Látið bringurnar standa með kryddinu í sirka 30 mínútur og hitið grillið.
  2. Rétt áður en þú setur kjúklingabringurnar á grillið skaltu hella um 1 tsk. af lakkríssírópi ofan á hverja bringu (sírópið lekur sjálft út til hliðanna).
  3. Grillið bringurnar þar til fulleldaðar og berið fram með fersku salati og góðu snittubrauði.
Lakkrísinn frá Johan Bülow þykir einstakur og hann er óhræddur …
Lakkrísinn frá Johan Bülow þykir einstakur og hann er óhræddur við að nota hann í matargerð. Johan Bülow
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert