Mánudags fiskibollur með geggjuðu meðlæti

Fiskibollur með alveg stórkostlegri dressingu.
Fiskibollur með alveg stórkostlegri dressingu. mbl.is/Tia Borgsmidt

Þessar ljúffengu bollur munu gera daginn aðeins betri. Í þessari uppskrift eru bollurnar bornar fram með bragðgóðu kínóasalati og æðislegri jógúrtdressingu sem inniheldur graslauk.

Mánudags fiskibollur með geggjuðu meðlæti

  • 200 g þorskur, án skinns og beina
  • 200 g lax, án skinns og beina
  • 1 tsk. salt
  • 1 egg
  • 2 msk. hveiti
  • Kryddjurt að eigin vali, t.d. basilika
  • ½ dl mjólk
  • Smjör til steikingar
  • 1 sítróna, skorin í báta

Jógúrtdressing:

  • 2 dl hrein jógúrt
  • 1-2 msk. sætt sinnep
  • 25 g graslaukur
  • Salt og pipar

Kínóa:

  • 100 g kínóa
  • 1 hvítkál
  • ½ tsk. flögusalt
  • ½ tsk. sykur
  • 1 gúrka
  • 100 g spínat
  • 1 myntubúnt
  • 1 steinseljubúnt
  • ½ dl ólífuolía

Aðferð:

Bollur:

  1. Hakkið þorskinn og laxinn og setjið í skál með salti og blandið saman.
  2. Bætið eggi, hveiti og söxuðum jurtum saman við og hellið mjólkinni út í.
  3. Kryddið með pipar og látið hvíla í 30 mínútur.
  4. Formið í bollur og steikið upp úr smjöri á pönnu.

Jógúrtdressing:

  1. Hrærið jógúrt með sinnepi og hökkuðum graslauk. Smakkið til með salti og pipar.
  2. Berið fiskibollurnar fram með sítrónubátum, kínóasalati og jógúrtdressingu.

Kínóa:

  1. Skolið og sjóðið kínóa samkvæmt leiðbeiningum. Kælið.
  2. Fjarlægið ystu blöðin á kálinu og skerið smátt. Saltið og piprið. Skerið gúrkuna í teninga.
  3. Blandið saman kínóa, káli, gúrku og spínati.
  4. Saxið jurtirnar og blandið saman við salatið ásamt ólífuolíu.
Thinkstock
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert