Geggjuð rauðspretta með stökku salati

Girnileg rauðspretta með stökku salati.
Girnileg rauðspretta með stökku salati. mbl.is/Columbus Leth

Fisk má reiða fram á ýmsa vegu – ekki bara með einni rúgbrauðssneið á kantinum og remúlaði. Hér er einn geggjuð uppskrift að rauðsprettu borin fram með stökku salati.

Geggjuð rauðspretta með stökku salati

 • 4 rauðsprettuflök
 • 1 msk. hveiti
 • 1 egg
 • 2 dl rasp
 • Smjör til steikingar
 • Salt og pipar

Salat:

 • 1 gulrót
 • 100 g kúrbítur
 • 100 fennel
 • 1 dl Ravigote sósa
 • 2 msk fíntsaxað dill

Annað:

 • Karse
 • Ferskt dill
 • Gott brauð

Aðferð:

 1. Veltið fisknum upp úr hveiti og saltið og piprið. Veltið því næst upp úr pískuðu eggi og því næst raspi. Steikið fiskinn á pönnu upp úr smjöri í tvær mínútur á hvorri hlið. Kryddið með salti og pipar.
 2. Skerið gulrótina og skerið í þunna strimla. Skerið kúrbítinn og fennel í þunnar skífur. Veltið gulrótum, kúrbít og fennel saman við Ravigote sósuna og dillið.
 3. Berið fram með brauði og stökku salati - og skreytið með karse og fullt af dilli.
mbl.is