Kvöldverðurinn sem krakkarnir elska

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir

Stundum þarf bara ekkert að fjölyrða um hlutina og hér erum við með uppskrift sem er svo frábær að þið verðið að prófa hana. 

Þetta er hið fullkomna hjónaband taco, kjúklings og alvöru böku sem er stórlega vanmetinn matur sem vert er að gefa séns. 

Það er engin önnur en Svava Gunnars á Ljúfmeti & lekkerheit sem á heiðurinn að þessari snilld eins og henni einni er lagið.

Tacobaka með kjúklingi

Skel:

 • 5 dl hveiti
 • 250 g smjör við stofuhita
 • 1 tsk. salt
 • 4 msk. kalt vatn
 • Cayennepipar

Fylling:

 • 3-4 kjúklingabringur
 • 1 laukur
 • 1 hvítlauksrif
 • 3-4 dl sýrður rjómi
 • 1 poki tacokrydd
 • jalapeño úr krukku (eða 1/2 rauð paprika)
 • 3 msk. chilisósa
 • salt

Hitið ofninn í 200°C. Vinnið saman hráefnin í skelina og fletjið út í lausbotna form (ca 24 cm). Stráið jalapeño yfir botninn og látið standa í ískáp um stund.

Skerið kjúklinginn smátt og steikið á pönnu þar til hann er næstum steiktur í gegn. Bætið fínhökkuðum lauk á pönnuna og steikið þar til laukurinn er mjúkur og kjúklingurinn er steiktur í gegn. Leggið í bökuformið.

Blandið saman sýrðum rjóma, tacokryddi, chilisósu, pressuðum hvítlauk og salti í skál. Setjið blönduna yfir kjúklinginn.

Grjófmyljið nachosflögur og setjið yfir bökuna þannig að þær þekji alveg fyllinguna. Stráið vel af rifnum osti yfir og setjið í ofninn í ca 40 mínútur.

mbl.is/Svava Gunnarsdóttir
mbl.is