Uppáhald fjölskyldunnar – kjúklingur í karríi

Hver elskar ekki kjúkling í karrý? Þessi uppskrift er í …
Hver elskar ekki kjúkling í karrý? Þessi uppskrift er í það minnsta skotheld fyrir alla í fjölskyldunni. mbl.is/Colourbox

Hér er einn af þessum réttum sem eiga að vera á boðstólum í hverri viku – réttur sem öll fjölskyldan elskar. Kjúklingur í karríi er í þessu tilviki borinn fram með gulrótum og eplum sem gefa sætuna á móti þessu sterka. Hér má vel sleppa chili-inu ef það þykir of sterkt fyrir börnin.

Uppáhald fjölskyldunnar  kjúklingur í karríi

 • 500 g kjúklingabringur
 • 2 msk. karrí
 • 2 tsk. túrmerik
 • 1 tsk. kóríander
 • ½ tsk. chiliflögur
 • 2 msk. kókos- eða ólífuolía
 • 2 gulrætur
 • 1 epli
 • 2 dósir kókosmjólk
 • salt og pipar

Annað:

 • Hrísgrjón
 • epli
 • ristaðar kókosflögur
 • ferskt kóríander

Aðferð:

 1. Sjóðið hrísgrjón samkvæmt leiðbeiningum.
 2. Skerið kjúklinginn í litla bita. Steikið allt kryddið upp úr olíu í potti og bætið síðan kjúklingnum saman við. Látið brúnast á öllum hliðum.
 3. Skerið gulrætur og epli í litla bita, bætið út í pottinn og steikið áfram í 5 mínútur. Hellið þá kókosmjólkinni yfir og látið malla í 10 mínútur. Smakkið til með salti og pipar.
 4. Berið réttinn fram með hrísgrjónum, eplabitum, kókosflögum og fersku kóríander.
mbl.is