Marengsterta úr Eyjafjarðasveit

mbl.is/Albert Eiríksson

Alvöru marengstertur eru ekkert gamanmál enda er það nánast skylda í vel heppnuðu kaffiboðið að bjóða upp á eina slíka. Þessi uppskrift ætti svo sannarlega ekki að klikka enda kemur hún sjóðheit frá Kvenfélagi Eyjafjarðarsveitar en þar var sjálfur Albert Eiríksson mættur með alla sína gleði og einstöku nærveru. Hann hefur verið duglegur að safna þessum kvenfélagsuppskriftum og hafi hann ævarandi þakkir fyrir enda eru þær sannur fjársjóður fyrir matgæðinga þessa lands.

Marengsterta

Marengsbotnar:

  • 6 dl eggjahvítur
  • 2 ½ dl sykur
  • ½ dl púðusykur
  • 3 bollar Cornflakex

Aðferð: Stífþeytið eggjahvítur, sykur og púðursykur. Bætið við kornflexi í lokin. Setjið á tvær plötur klæddar bökunarpappír, tvo jafnstóra hringi. Bakið á 130° í um 2 ½ klst. Látið kólna.

Súkkulaði:

  • 200 g suðusúkkulaði
  • 35 g smjör
  • 2 eggjarauður

Rjómi

Aðferð: Bræðið smjör og súkkulaði saman í potti á vægum hita takið af hellunni og látið kólna aðeins og setjið svo eggjarauður útí. Hrærið þar til allt er orðið vel blandað saman. Þynnið að vild með rjóma. ( misjafnt hvernig hver og einn vill hafa súkkulaðið).

Fylling:

  • 7 dl rjómi
  • 2 meðalstór epli
  • 1 pk af súkkulaðihjúpuðu Oreokexi – saxað
  • 10 stk. jarðarber (meðalstór)

Aðferð:

Stífþeytið rjómann. saxið epli, jarðarber og Oreokex og bætið saman við. Setjið annann botninn á tertudisk,setjið súkkulaðið yfir þann botn svo rjómafyllinguna þar á og loks hinn botninn ofan á. Dreyfið súkkulaðinu yfir og skreytið með bláberjum, jarðarberjum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert