Bestu ráðin til að halda grænmetinu fersku

Hvernig getum við haldið ávöxtum og berjum eins ferskum til …
Hvernig getum við haldið ávöxtum og berjum eins ferskum til lengri tíma? mbl.is/Colourbox

Það getur verið afskaplega hvimleitt að kaupa fersk ber í búðinni sem eru orðin mjúk áður en við náum að smakka á þeim. Við náum sjaldnast að klára allt það grænmeti og ávexti sem við kaupum inn, en hér eru lausnir á því hvernig við getum lengt líftímann.

  • Ef þú smellir eldhúspappír með ofan í salatpokann mun pappírinn draga í sig raka og salatið haldast lengur ferskt og brakandi.
  • Því lengur sem þú heldur banönum saman á knippinu munu þeir síður verða brúnir. Því ef þú tekur þá alla í sundur munu þeir þroskast hraðar.
  • Geymið alltaf epli saman í poka eða í skál og þá ekki með öðrum ávöxtum. Þannig duga þau lengur.
  • Ber endast lengur ef þú þværð þau upp úr blöndu af ediki og vatni. 1 bolli edik á móti 3 bollum af vatni um leið og þú kemur með berjabakkann heim úr búðinni og setur inn í ísskáp.
  • Ef þú vilt fá sem mest út úr tömötunum þínum skaltu geyma þá í skál á eldhúsbekknum. Annars eiga þeir til að missa bragðeiginleika sína.
  • Sellerí skal alltaf pakkast inn í álpappír til að halda frískleikanum.
  • Það er betra að geyma kryddjurtir í vatnsglasi og í eldhúsglugganum heldur en í ísskáp.
  • Raki er ekki það besta fyrir sveppi og ber að geyma þá í pappapoka á eldhúsborðinu í staðinn.
mbl.is/Colourbox
mbl.is